Skip to content Skip to footer

Efnisyfirlit
Almennir ábyrgðarskilmálar
Takmarkanir ábyrgðar
   Sérstakir skilmálar framleiðanda
   Rekstrarvörur, eðilegt slit og notkun
   Um notaðar vörur
   Áframhaldandi notkun
   Slys og hamfarir
Meðferð ábyrgðarmála
   Tilkynning um galla
   Ferðir
   Viðgerðir
Niðurfelling ábyrgðar
Um skilmálana

 

Almennir ábyrgðarskilmálar
Ábyrgðarskilmálar þessir  undanskilja ekki, takmarka eða breyta lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru samkvæmt lögum.

Ábyrgð tryggir kaupandanum að vélbúnaður, aukabúnaður og þjónusta vöru verði laus við galla í efni og tæknilegri vinnu frá uppsetningardegi eða afhendingardegi, eftir því hvor dagsetning er eldri, og út ábyrgðartímann. Ef Verklagnir fá tilkynningu um slíka galla á ábyrgðartímabilinu munum Verklagnir, svo fljótt sem auðið er, annað hvort lagfæra eða skipta um búnaðinn sem reynist vera gallaður.

Ábyrgð gildir í að lágmarki þann tíma sem neytendalög kveða á um nema annað sé tekið fram. Allir vélahlutir eru með 12 mánaða ábyrgð, rafmagnshlutir og rafeindastýringar eru með 12 mánaða ábyrgð miða við 8 stunda notkun á dag, ef notkun er meiri, minnkrar ábyrgðartíminn í hlutfalli við það. Ýmsir hlutir bera skemmri eða lengri ábyrgðartíma samkvæmt skilmálum framleiðanda hverju sinni og er nánar skilgreint fyrir hvern framleiðanda og eða vöru.

Kaupandi ber ábyrgð á því að geyma vörureikning/ábyrgðarreikning sem sýnir að hann sé upprunalegi kaupandi tækjanna.

Takmarkanir ábyrgða
Ábyrgð gildir einungis um vélbúnað. Við ábyrgðarviðgerðir getur verið notaðir íhlutir úr öðrum vörum eða uppgerðir íhlutir sambærilegir við nýja eða sem hafa verið í óverulegri notkun. Í engum tilfellum er hægt að krefjast ábyrgðar á beinum, sérstökum eða afleiddum skaða (þ.m.t. glötiðum hagnaði, vinnutapi, töpuðum gögnum, skemmdu hráefnum o.þ.h.) eða öðrum skaða eða beinu eða afleiddu tjóni eða slysum á fólki, hvort sem er á grundvelli samnings, bótaskyldu utan samninga eða annars. Notendur eru í öllum tlfellum ábyrgir fyrir öryggisafritun gagna.

Sérstakir skilmálar framleiðanda
Oft setja framleiðendur fram sérstaka skilmála varðandi sínar vörur og gilda þeir þá framar skilmálum Verklagna og skal kaupandi kynna sér þá sérstaklega. Sérstaka skilmála framleiðanda má nálgast á heimasíðu Verklagna og/eða hjá framleiðanda.

Rekstrarvörur, eðilegt slit og notkun
Ábyrgð gildir ekki um eðlilegt slit, s.s. slit á legum, reimum, síum o.þ.h., eða á rekstrarvörum. Ábyrgðin gildir ekki um viðgerðarkostnað vegna bilana sem eru ekki afleiðing af framleiðslugalla.

Um notaðar vörur og/eða B vöru
Notuðum vörum og/eða B vörum fylgir ekki ábyrgð, nema um það sé sérstaklega samið.

Áframhaldandi notkun
Bilanir sem verða til vegna áframhaldandi notkun bilaðs búnaðar falla ekki undir ábyrgð, sí endurræsing á villum í stað þess að gera úrbætur sem leiða við bilana falla ekki undir ábyrgð.

Slys og hamfarir
Skemmdir á tækjum sem verða við spennufall, af hnjaski, ofhleðslu, misnotkun, eldsvoða, flóðum eða öðrum náttúruhamförum falla ekki undir ábyrgð.

Meðferð ábyrgðarmála

Tilkynning um galla
Hvers kyns útlitsgalla, almenna galla eða vöntun þarf að tilkynna skriflega með tölvupósti eða ábyrgðarbréfi til Verklagna innan 10 daga frá afhendingu vörunnar. Aðra galla skal tilkynna til Verklagna um leið og þeirra verður vart með símtali eða tölvupósti.

Við tilkynningu um galla skal koma fram góð lýsing á galla.

Ferðir
Ábyrgðin miðast við að búnaðurinn komi á verkstæði okkar til viðgerðar. Kaupandi sér um að koma búnaðinum til versktæðis okkar og sækja aftur á sinn kostnað. Sé óskað eftir því að viðgerð fari fram utan verkstæðis Verklagna eða verkstæði sem Verklagnir tilgreina, greiðist sérstaklega fyrir ferðatíma og annan ferðakostnað fyrir tæknimann Verklagna eða verkstæðis sem Verklagnir tilgreina skv. gildandi gjaldskrá hverju sinni.

Viðgerðir á verkstað
Skemmda eða gallaða hluti eða búnað, sem eru afleiðing af framleiðslugalla, verður skipt um eða gert við án endurgjalds, fyrir utan ferðakostnað, vinnu við að taka tæki niður og setja upp aftur ef þess þarf. Ef varahlutir í ábyrgð eru sendir til viðtakanda er það á kostnað viðtakanda. Almennar rekstrarvörur sem nota þarf við ábyrgðavinnu, svo sem olíur, síur, gasmiðla o.þ.h. þarf viðskiptavinurinn að greiða.

Viðgerðir á verkstæði
Skemmda eða gallaða hlut eða búnað, sem eru afleiðing af framleiðslugalla, verður skipt um eða gert við án endurgjalds, viðskiptavinur ber kostnað af því að koma búnað á verkstæði svo sem að taka hann niður, sendingarkostnað og annað. 

Niðurfelling ábyrgðar
Ábyrgð fellur niður ef:

  • Leiðbeingum framleiðanda búnaðar og/eða Verklaga um uppsetningu og notkun búnaðarins er ekki eða hefur ekki verið fylgt.
  • Leiðbeiningum framleiðanda búnaðar og/eða Verklagna um reglubundið viðhald, umhirðu auk notkun réttra íhluta og/eða varahluta er ekki fylgt.
  • Rekstri í umhverfi sem ekki er í samræmi við skilgreiningar á viðurkenndu umhverfi fyrir búnaðinn.
  • Bilun má rekja til íllrar eða rangrar meðferðar eða rangra stillinga.
  • Óviðkomandi aðili hefur opnað eða átt við búnaðinn, breytt honum eða bætt við hann án skriflegs samþykkis
  • Galla eða bilunar sem er afleiðing af búnaði sem Verklagnir bera ekki ábyrgð á.
  • Verklagnir áskilja sér rétt til að senda búnað til framleiðanda til úrskurðar um galla.

Um skilmála
Rísi ágreiningur út af túlkun eða framkvæmt ofangreindra ábyrgðarskilmála, skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Verklagnir ehf. ákilja sér rétt til að breyta skilamálum þessum án fyrirvara.

Verklagnir ehf.

Fosshálsi 27
110 Reykjavík

Kennitala: 460199 2479
VSK nr: 60850

Newsletter