Um Verklagnir
& þjónustu þess.

Verklagnir voru stofnaðar á árinu 1993 af Gunnlaugi Jóhannessyni pípulagningameistara. Fyrirtækið var upphaflega rekið sem sameignarfélag en á árinu 1999 var rekstrarforminu breytt í einkahlutafélag. Verklagnir störfuðu fyrstu árin sem þjónustufyrirtæki á sviði pípulagna og sinntu einkum viðhaldi og eftirliti með hita- og kælibúnaði auk nýlagna.
Á árinu 2007 söðlaði fyrirtækið um og hóf innflutning og sölu á varmadælum og tengdum búnaði frá helstu framleiðendum varmadæla í Evrópu og Japan. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað, umboðum fjölgað og vöruúrval aukist til muna.

Varmadælur
frá Thermia

Verklagnir flytja inn varmadælur frá Thermia í Svíþjóð og eru sölu- og þjónustuaðili fyrir Thermia á Íslandi.  Thermia, sem er í eigu Danfoss,  er rekið sem sjálfstæð eining innan hitadeildar Danfoss. Verklagnir flytja einnig inn varmadælur frá Daikin Europe, sem er með höfuðstöðvar í Evrópu, en Daikin er japanskt fyrirtæki. Varmadælurnar frá Daikin Europe eru framleiddar í Evrópu.  Thermia og  Daikin Europe selja bæði varmadælur sem eru sérhannaðar fyrir norðlægar slóðir.

Fyrirtækið Varmebaronen í Svíþjóð er leiðandi framleiðandi á hitabúnaði í Svíþjóð.  Það framleiðir hitatúpur af ólíkum stærðum og gerðum. Hitatúburnar frá Varmebaronen eru þekktar fyrir gæði og góða endingu. Verklagnir bjóða upp á nokkrar gerðir af hitatúbum frá Varmebaronen. Verklagnir flytja einnig inn sérhönnuð rör til varmavinnslu frá sænska fyrirtækinu  MuoiviTech ásamt fjölbreyttu úrvali af aukahlutum til tengingar við varmadælur. SWEP er alþjóðlegt fyrirtæki með starfstöðvar víða um heim. Fyrirtækið er leiðandi í framleiðslu og sölu á varmaskiptum í heiminum í dag. Verklagnir flytja inn og selja varmaskipta frá SWEP og á fyrirtækið alltaf mikið úrval á lager.

Umsagnir