Við höfum tekið í notkun búnað til að hreinsa varmaskipta, fyrst um sinn munum við bara vera með í boði að koma með varmaskipta til að hreina þá.
Athugið að það þarf að vera rennsli í gegnum varmaskiptir svo hægt sé að hreinsa hann og ekki er alltaf víst að það takist vel til.
Bjóðum einnig að koma með tæki á staðinn fyrir stærri varmaskipta sem ekki er unt að flytja.

Verðskrá
1″ Varmaskiptir
0-50 Plötur | 29.000.- án vsk |
50-100 Plötur | 39.000.- án vsk |
1 1/4″ – 1 1/2″ Varmaskiptir
0-50 Plötur | 58.500.- án vsk |
50-100 Plötur | 73.500.- án vsk |
2″ + Varmaskiptir
0-50 Plötur | 82.500.- án vsk |
50-100 Plötur | 103.500.- án vsk |
100-200 Plötur | 133.500.- án vsk |
Skilmálar um hreinsun á varmaskiptum.
Verð miðast við að varmaskiptir sé hreinsaður á verkstæði Verklagna, og séu afhendir
og sóttir þar. Ef um aðrar stærðir og plötufjölda er að ræða skoðast það sérstaklega.
Ef ekki er unt að koma varmaskiptir á verkstæði og þarf að fara með búnað á staðinn
er gjald tekið eftir tímagjaldi, akstri og efniskostnaði.
Verklagnir ehf taka enga ábyrgð á ef varmaskiptir fer að leka fyrir eða eftir hreinsun.
Ekki er hægt að ábyrgjast 100% virkni varmaskipta eftir hreinsun. Ef kemur í ljós að
ekki sé unnt að hreinsa varmaskiptir þarf að greiða 30% af kostnaði við hreinsun, fyrir
yfirferð og skoðun. Ef keyptur er nýr varmaskiptir hjá Verklögnum í stað þess sem ekki
var unnt að hreinsa fellur gjald fyrir yfirferð og skoðun niður.