Thermia Mega

Nýjasta kynslóð af álagsstýrðum iðnaðar-varmadælum með heit gas tækni sem bætir framleiðslu á heitu vatni um allt að 60% meira en aðrar sambærilegar varmadælur.

Compare

Share this product

Description

Thermia Mega kemur í 4 stærðum og hægt að tengja allt að 16 saman og ná út allt að 1408 kW

Með heit gas tækni “HGW*” getur Thermia Mega framleidd yfir 60% af öllu neysluvatni án auka kostnaðar, en þetta er tækni sem Thermia hefur hannað og þróað með mjög góðum árangri. Einnig nýtir hún “TWS**” tækni í neysluvatnskútum og kemst þannig af með minni hitakúta heldur en aðrar varmadælur og skilað meira magni af heitu vatni.

Með álagsstýrðri pressu og hátækni stýringu með nýjum hugbúnaði tryggjum við að varmadælan er alltaf að vinna 100% rétt miða við örkuþörf og því ekki að keyra meira en hún þarf.

Mismunandi hitakerfi sem þurfa hver sitt hitastig svo sem ofnar, gólfhiti, neysluvatn, sundlaugar, heitir pottar, loftræsting eða annað þá er lítið mál að setja hvert kerfi upp á varmadælunni og hún sér alfarið um að halda réttu hitastigi á hverju kerfi.

Thermia Mega S       10 – 33 kW
Thermia Mega M      11 – 44 kW
Thermia Mega L       14 – 59 kW
Thermia Mega XL    21 – 88 kW

*Hot Gas Water tækni þróuð af Thermia með einkaleyfi.
** Tank Water System tækni þróuð af Thermia með einkaleyfi.