Daikin Caldo XRH-40 R32

Daikin Caldo er öflug loft í loft varmadæla sem hentar vel fyrir hús stærri en 120 fermetra.

Compare
Vörunúmer: 504 Flokkar: , ,

Share this product

Lýsing

Daikin Caldo XR40 er öflugasta loft í loft varmadælan á markaðnum í dag, með nýjum vinnslumiðli skilar hún enn meiri afköstum niður í kulda og enn meiri orkusparnaði en áður.

Einföld og skemmtileg varmadæla sem virkar vel við allar Íslenskar aðstæður, framleidd í Evrópu og tæknimenn Daikin í Svíþjóð sáu um hönnun á afköstum, gæðum og virkni hennar.

Caldo XR er hluti af nýrri línu frá Daikin í loft í loft varmadælum en þær eru enn öflugri og spara meiri orku en eldri týpan sem hefur reynst einstaklega vel hér á landi.

Þessi dæla skilar enn meira afli niður í kulda heldur en aðrar loft í loft varmadælur með Optimised heating 4+ tækni!

Max kW 7,2

SCOP 5,37 A+++

Vinnur niður í -30°C

Stærð innitækis: H/B/D – 300x1040x295 mm þyngd 14,5kg

Stærð útitækis: H/B/D – 550x763x303 mm þyngd 38kg

Caldo XR kemur með nýjum möguleika fyrir þá sem eru með arinn eða annan hitagjafa, en með því að kveikja á því vinnur Caldo með þeim hitagjafa og hreyfir heita loftið frá þeim til að dreifa því betur um húsið. Svo þegar sá hitagjafi slökknar fer hún aftur í að hita sjálf.

Please wait while flipbook is loading. For more related info, FAQs and issues please refer to DearFlip WordPress Flipbook Plugin Help documentation.