Thermia iTec ný loft í vatn varmadæla

Thermia iTec ný loft í vatn varmadæla

Verklagnir ehf No Comment

Thermia / Danfoss kynnti nýja loft í vatn varmadælu á þessu ári sem heitir Thermia iTec.
Með nýrri tækni má ná enn meiri orkusparnaði með loft í vatn varmadælum, en iTec er útbúin með nýjustu tækni í álagsstýringu á pressu og hugbúnaður stjórnar nákvæmlega virkni vinnslumiðils til að skila alltaf hámarks afköstum.

iTec hefur þegar fengið frábærar viðtökur í Svíþjóð þar sem hún hefur verið í prufu keyrslu í rúmlega ár, skilað einstaklega miklum orkusparnað og komið mun betur út heldur en aðrar sambærilegar loft í vatn varmadælur í prófunum.

Thermia hefur alltaf haft þá stefnu að koma með nýjar lausnir á markaðin sem eru á undan sinni samtíð, með því er hægt að bjóða viðskiptavinum meiri hagkvæmni og lengri líftíma heldur en aðrir samkeppnisaðilar. Thermia er leiðandi framleiðandi á varmadælum og alltaf með nýjustu tækni, í sameiningu við Danfoss myndast forskot á aðara framleiðendur, en Thermia fær að prufa og getur aðlagað íhluti að sínum þörfum með aðstoð Danfoss sem á Thermia. En bein tenging er á milli þróunardeildar Thermia og Danfoss og vinna þær vel saman.

Nú þegar er fjöldi Thermia iTec komnar til Íslands en þeim hefur verið vel tekið.

Sérfræðingar í varmadælum

Ef þú ert að velta einhverju fyrir þér, hafðu þá samband og við finnum bestu lausnina fyrir þig.