Ný og hagkvæmari loft í vatn varmadæla fyrir minni húsnæði

Ný og hagkvæmari loft í vatn varmadæla fyrir minni húsnæði

Verklagnir ehf No Comment

Ný loft í vatn varmadæla frá Daikin sérstaklega hugsuð fyrir húsnæði allt að 120fm, sem gerir þessa varmadælu að sérstaklega góðum kosti fyrir sumarbústaði sem hafa vatnshitakerfi eins og ofna eða gólfhita. Heldur fullum framrásahita niður í -20°C.

Daikin_MonoblocEinstaklega hljóðlát varmadæla sem er einföld í uppsetningu sem sparar enn meira í stofnkostnað. Til samanburðar kostar hefðbundinn hitabúnaður, hitatúpa og hitakútur ca. 350.000.- án vsk* og hitaveitu inntak 700-900.000.- án vsk að auki þarf varmaskiptagrind.

Daikin loft í vatn Monobloc er einföld í uppsetningu og kostar frá 499.900.- án vsk* á kynningarverði núna út árið 2015.

Rekstrarkostnaður á þessari varmadælu er 70-80% lægri en hefðbundin hitun með raforku og töluvert lægri en flestar hitaveitur** sem í boði eru fyrir sumarhús.

 

*Verð frá án vsk, athuga að verð geta verið önnur eftir því hvað við á.
 ** Tekið er mið af nokkrum mismunandi hitaveitum sem við vitum rekstrarkostnað á.

Sérfræðingar í varmadælum

Ef þú ert að velta einhverju fyrir þér, hafðu þá samband og við finnum bestu lausnina fyrir þig.