Gámatilboð á loft í loft varmadælum

Gámatilboð á loft í loft varmadælum

Verklagnir ehf No Comment

Daikin_gamatilbod_0119

Í samstarfi við Daikin getum við nú boðið nýjustu útfærsluna af Daikin XRS-25 loft í loft varmadælunni á sérstöku tilboðsverði. Varmadælan er 0,8-6 kW (SCOP 4,93) og er hún með Optimised Heating 4 tækninni sem er sérstaklega gerð fyrir norðlægar slóðir og vinnur betur í kulda. Hún er jafnframt búin Bluevolution tækninni með nýjum umhverfisvænum vinnslumiðli (R-32).

Verðið á Daikin Siesta XRS-25 varmadælunni á gámatilboðinu er aðeins 161.210 kr. án vsk eða 199.900 með vsk.

Við ætlum að bjóða þeim sem staðfesta pöntun á varmadælunni áður en gámurinn leggur af stað frían WiFi búnað að verðmæti 18.600 kr.

Athugið að síðasta gámatilboð á varmadælum seldist upp og fengu færri en vildu, því er gott að tryggja sér eintak sem fyrst á þessu frábæra tilboðsverði.

Bæklingur á íslensku

Sérfræðingar í varmadælum

Ef þú ert að velta einhverju fyrir þér, hafðu þá samband og við finnum bestu lausnina fyrir þig.