Author Archives: Verklagnir ehf

Nýr gámur

Verklagnir ehf No Comments

Síðasta gámatilboð seldist upp eins og skot og þar sem að viðtökurnar voru svona frábærar hefur Daikin núna sent okkur annan gám og tryggðum við gengið á honum til að bjóða áfram sama verð og síðast 161.210.- án vsk eða 199.900.- m/vsk.

Daikin Siesta XRS-25 R32 0,8 til 6,0kW 25-130m2. Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir, tilbúin fyrir WiFi, Orkuflokkur A++, Einföld fjarstýring, Nýjasta kynslóð af loft í loft varmadælum útbúin með R-32 vinnslumiðli.

Eigum einning á lager vinkla fyrir útitæki og gormapúða.

Minnum einnig á að 29/5 dettur út réttur til að fá endurgreiddan VSK á varmadælum fyrir íbúðarhúsnæði svo nú fer hver að verða síðastur til að nýta sér það.

Bæklingur á Íslensku

Gámatilboð á loft í loft varmadælum

Verklagnir ehf No Comments

Daikin_gamatilbod_0119

Í samstarfi við Daikin getum við nú boðið nýjustu útfærsluna af Daikin XRS-25 loft í loft varmadælunni á sérstöku tilboðsverði. Varmadælan er 0,8-6 kW (SCOP 4,93) og er hún með Optimised Heating 4 tækninni sem er sérstaklega gerð fyrir norðlægar slóðir og vinnur betur í kulda. Hún er jafnframt búin Bluevolution tækninni með nýjum umhverfisvænum vinnslumiðli (R-32).

Verðið á Daikin Siesta XRS-25 varmadælunni á gámatilboðinu er aðeins 161.210 kr. án vsk eða 199.900 með vsk.

Við ætlum að bjóða þeim sem staðfesta pöntun á varmadælunni áður en gámurinn leggur af stað frían WiFi búnað að verðmæti 18.600 kr.

Athugið að síðasta gámatilboð á varmadælum seldist upp og fengu færri en vildu, því er gott að tryggja sér eintak sem fyrst á þessu frábæra tilboðsverði.

Bæklingur á íslensku

Lokað Föstudaginn 22 Júní

Verklagnir ehf No Comments

 

 

Við ætlum að hafa lokað á föstudaginn 22 júní og hvetja Ísland áfram. Opnum aftur hressir á mánudaginn.
1jjfcyxskqc9x5cuqnfunka

Thermia iTec ný loft í vatn varmadæla

Verklagnir ehf No Comments

Thermia / Danfoss kynnti nýja loft í vatn varmadælu á þessu ári sem heitir Thermia iTec.
Með nýrri tækni má ná enn meiri orkusparnaði með loft í vatn varmadælum, en iTec er útbúin með nýjustu tækni í álagsstýringu á pressu og hugbúnaður stjórnar nákvæmlega virkni vinnslumiðils til að skila alltaf hámarks afköstum.

Read More

Desember tilboð – 6 mánaðar vaxtalausar raðgreiðslur

Verklagnir ehf No Comments

Núna í Desember ætlum við aftur að bjóða 6 mánaðar vaxtalausar raðgreiðslur en það tilboð vakti mikla lukku síðast, við erum búnir að fylla lagerinn hjá okkur af loft í loft varmadælum fyrir þetta tilboð og mun það standa yfir í allan Desember.

310X400

Ný og hagkvæmari loft í vatn varmadæla fyrir minni húsnæði

Verklagnir ehf No Comments

Ný loft í vatn varmadæla frá Daikin sérstaklega hugsuð fyrir húsnæði allt að 120fm, sem gerir þessa varmadælu að sérstaklega góðum kosti fyrir sumarbústaði sem hafa vatnshitakerfi eins og ofna eða gólfhita. Heldur fullum framrásahita niður í -20°C.

Daikin_MonoblocEinstaklega hljóðlát varmadæla sem er einföld í uppsetningu sem sparar enn meira í stofnkostnað. Til samanburðar kostar hefðbundinn hitabúnaður, hitatúpa og hitakútur ca. 350.000.- án vsk* og hitaveitu inntak 700-900.000.- án vsk að auki þarf varmaskiptagrind.

Daikin loft í vatn Monobloc er einföld í uppsetningu og kostar frá 499.900.- án vsk* á kynningarverði núna út árið 2015.

Rekstrarkostnaður á þessari varmadælu er 70-80% lægri en hefðbundin hitun með raforku og töluvert lægri en flestar hitaveitur** sem í boði eru fyrir sumarhús.

 

*Verð frá án vsk, athuga að verð geta verið önnur eftir því hvað við á.
 ** Tekið er mið af nokkrum mismunandi hitaveitum sem við vitum rekstrarkostnað á.

Ný heimasíða

Verklagnir ehf No Comments

Höfum nú tekið í notkun nýja heimasíðu sem er búinn að vera í vinnslu. Athugið að síðan er enn í vinnslu og á eftir að bæta muna meira af upplýsingum inná hana og vörum.

Hönnun á heimasíðunni var gerð af Dögg Matthíasdóttir hjá Webdew og erum við mjög ánægðir með alla hennar vinnu í síðunni. Núna tengjum við saman heimasíðuna við facebook líka ásamt því að við náum að setja inn mun meira af upplýsingum.

Til stendur að koma upp góðu safni af leiðbeiningum með vörum svo auðvelt sé að sækja þær ásamt öllum bæklingum.

webdew-logo-300x225

www.webdew.is 

Ný sending af varmadælum frá Thermia

Verklagnir ehf No Comments

Vorum að taka við nýrri sendingu af varmadælum frá Thermia og Daikin, erum að loka næstu sendingu sem fer af stað fljótlega. Drifum okkur í að setja upp Daikin Emura til sýnis hjá okkur en það er hönnunarlína frá Daikin sem er væntanleg í sölu hjá okkur, eigum eina á lager aukalega samt af Emura. Endilega kíkið við og skoðið hana, það er hægt að stjórna henni með snallsíma í gegnum WiFi.

11084008_945208895524122_8391079627155000699_o  11143517_945208888857456_7452974323184525307_o11118486_945208892190789_388966766064862319_o

Mikil aukning á varmadælum

Verklagnir ehf No Comments

Töluverð aukning hefur verið í sölu á varmadælum, ný sending á leiðinni og vorum að klára afgreiða úr síðustu sendingu.

11061265_745822212205738_6681294929071128254_n

100% Verðvernd á Daikin varmadælum

Verklagnir ehf No Comments

Þar sem við erum sennilega eini söluaðili af loft í loft varmadælum sem er að flytja inn beint frá framleiðanda teljum við okkur eiga að geta boðið besta mögulega verð þar sem það er enginn milli liður í okkar viðskiptum. Höfum við því hafið að bjóða 100% verðvernd á Daikin varmadælum hvort sem er loft í loft, loft í vatn eða jarðvarmadæla.

11107738_938192326225779_4264361822476698301_n

1

Sérfræðingar í varmadælum

Ef þú ert að velta einhverju fyrir þér, hafðu þá samband og við finnum bestu lausnina fyrir þig.