Thermia Atec

38% afkastameiri en aðrar loft í vatn varmadælur á markaðnum og einnig hljóðlátasta loft í vatn á markaðnum.

Compare

Share this product

Description

Thermia Atec

Frábær loft í vatn varmadæla sem hefur sett nýja staðla fyrir loft í vatn tæknina, samkvæmt prófunum sem gerðar voru á 11 mismunandi loft í vatn varmadælum en til þess að prófanir teljist viðurkendar í Evrópu þarf að bera saman 11 mismunandi gerðir. Útkoman var einfaldlega miklir yfirburðir eða 38% afkastameiri en aðrar loft í vatn varmadælur og einnig hljóðlátasta af þessum 11 Evrópsku varmadælum sem voru bornar saman.

Reynslan hér á Íslandi hefur sýnt okkur að Atec hefur verið að ná að skila næstum sambærilegum orkusparnaði og jarðvarmadælur og staðið sig einstaklega vel við erfiðar aðstæður.

Thermia Atec er til í ýmsum stærðum hægt er að fá hana 6 – 9 – 11 – 13 – 16 – 18 kW einnig er hægt að tengja tvær saman og mynda þannig allt að 36kW.

Einstaklega auðvelt er að setja upp Thermia Atec en til eru yfir 50 mismunandi tengimyndir og möguleikar til þess að hægt sé að aðlaga Atec að sem flestum hitakerfum og í boði eru 3 mismunandi leiðir með val á innihluta en hægt er að fá Standard sem gerir þér mögulegt að tengja við hitatúpu og hringrásadælu sem fyrir er, Plus þá kemur hitatúpa og álagsstýrð hringrásadæla með og Total en þá kemur hitatúpa, álagsstýrð hringrásadæla og 180L neysluvatnskútur sem varmadælan hitar líka.

Allar Thermia varmadælur bjóða sem aukahlut möguleika að tengjast við heitan pott eða sundlaug til þess að hita líka.