Um okkur

Um Verklagnir og þjónustu þess.

Verklagnir ehf. upprunalega stofnað sem SF 1993 breytt í ehf 1999
Hefur verið starfrækt sem pípulagningar fyrirtæki af Gunnlaugi Jóhannessyni. Árið 2007 fór Gunnlaugur að snúa sér að varmadælum, fór út til Thermia í Svíþjóð til þess að læra um varmadælur.

Verklagnir hafa nú snúið sér að innfluttningi á varmadælum frá Thermia og er sölu og þjónustuaðili fyrir Thermia á Íslandi sem er í eigu Danfoss en rekið sem sjálfstæð eining innan hita deildar Danfoss. Einnig flytjum við varmadælur frá Daikin Europe en Daikin er Japanskt merki með höfuðstöðvar í Evrópu fyrir þann markað, öll framleiðsa fer fram innan Evrópu á varmadælum frá Daikin.
Einnig höfum við gengið frá samningum við Termostroj í Króatíu sem sérhæfir sig í framleiðslu á hitatúpum, Termostroj hefur framleitt hitatúpur í fjölda ára, fjölskyldufyrirtæki sem leggur mikið upp úr því að þróa hitatúpur og sníða þær að þörfum markaðsins.
Við flyjum inn sérstaklega hönnuð rör til varmavinslu fyrir varmadælur frá MuoiviTech ásamt fullt af aukahlutum til tengingar. SWEP varmaskiptar eru nú fáanlegir hjá okkur og eigum við alltaf mikið úrval á lager.
Eftir að hafa þjónusta mörg fyrirtæki og einstaklinga í pípulögnum hefur Verklagnir þróast út í að búið er að opna verslun að Smiðjuvegi 70 – gul gata, þar er sýningarsalur með varmadælum frá Thermia ásamt því að þjónustuverkstæði er það til húsa.

Verklagnir getur státað sig að eiga góðan hóp af ánægðum viðskiptarvinum sem hafa verið í viðskiptum í mörg ár við okkur, höfum við lagt mikið upp því að veita góða þjónustu og halda viðskipavinum okkar ángæðum.

Vertu velkominn í hóp ánægðra viðskiptavina okkar….

Verklagnir-logo

 

Sérfræðingar í varmadælum

Ef þú ert að velta einhverju fyrir þér, þá reynum við að finna bestu lausnirnar fyrir okkar viðskiptavini.