Fjargæsla

Fjargæsla

Með fjargæslu pakka fyrir margar af okkar varmadælum getur þú fengið aðgang til þess að stjórna varmadælunni þinni ásamt því að hún er tengd í fjargæslu til okkar með vöktun ef eitthvað kemur upp. Með fjagæslusamning fylgjumst við með varmadælunni þinni og einnig hitakerfinu, um leið og eitthvað kemur uppá fáum við boð og metum hvers eðlis það er áður en við látum þig vita. Boð geta verið mismunandi allt frá því að rafmagn fer af, netsamband dettur út, þrýstingur á hitakerfi ekki í lagi ofl. Vissulega getur komið sú staða að eitthvað bili í varmadælu og þá er gott að vita af því sem fyrst. m68295n1p

Sérfræðingar í varmadælum

Ef þú ert að velta einhverju fyrir þér, þá reynum við að finna bestu lausnirnar fyrir okkar viðskiptavini.